image
Á hvolfi í eldhúsinu síðan 2013

- VERSLAÐU HJÁ OKKUR! -

Creperie

Crepes eru franskar pönnukökur fylltar ýmist með sætindum eins og Nutella, bönunum og saltaðri karamellu eða gómsætri matarfyllingu eins og ostum, skinku, eggjum og fleiru. Við bjóðum færanlega Crepes veislu til þín á frábæru verði! Frá okkur kemur manneskja með pönnur og hráefni á staðinn og eldar crepes af sinni alkunnu snilld, enda menntuð í Frakklandi í Crepes gerð! Við tökum gjald fyrir hverja manneskju sem er stillt í hóf. Kynntu þér málið og pantaðu hjá okkur Crepes veislu inn í stofu, í veislusalinn, í ferminguna, í brúðkaupið og svo framvegis! Athugaðu að við þurfum um sólahrings fyrirvara fyrir pantanir. Ef þér liggur mikið á eða fyrirvarinn er stuttur máttu hringja í okkur í síma 553-4060 og við gerum allt sem við getum til að redda málunum!